18.10.2011 | 08:37
Framsetning fyrirsagna og skilvirkni rannsókna
Svo er að sjá sem enn eimi eftir í gömlum ástarglæðum.
Í fyrirsögninni er sagt " Gaf önnur svör"
En í greininni kemur fram að Jón Ásgeir var ekki með á tæru á sínum tíma við yfirheyrslu hvernig bókhaldslega var haldið á greiðslum til hans. Sem bendir eindregið til að hann hafi ekki séð einn um allt bókhald Baugs og Bónus.
Fréttir blaðsins hans Móra eru ansi skondnar fyrirsagnir og frekar slöpp væning með orðavali á fyrirsögnum á fréttum af málum tengdum bónus og baug gamla.
Væntanlega hefur málatilbúningur skattstjóra byggt á fleiri atriðum en þessum tveimur þar sem skjölin eru víst í kilóavís ... svo orðalag fyrirsagnanna er ansi neikvætt og aumt ef þetta er allt það sem nær 10 ára rannsóknir og hundruða starfsára vinna skilar svona litlu.
En óneytanlega er það fyndið að bera saman Exeter málið og afrakstur privat Vendetta Móra við Baugsmenn .... svona sér í lagi vegna þess að ef Móri og félagar hefðu sinnt starfi sínu í stað þess að sinna Vendetta áhugamálum sínum þá hefði það laga og reglugerðarleysi og eftirlitsleysi sem leiddi til hrunsins ekki átt sér stað.
Og athyglisvert hversu mikla vinnu skatturinn hefur lagt í þessa skoðun á sama tíma og hann sá ekki glóru hvað var í gangi inni í bankakerfinu. En af fréttum að dæma voru til dæmis 20 til 30 höfðingjar með vel starfræktan veðmálabanka í gangi í boði bankanna án þess að grunlaus skatturinn hefði hugmynd um.
Það segir sitt að þessi listræni málarekstrargjörningur er byggður á gögnum sem meðal annars eru fengin með húsleit árið 2002.
Svo þeir sem vonast eftir að fyrirbærið sérstakur eða hið opinbera geri eitthvað af viti fyrir þjóðina geta þá metið líkurnar á að það verði á þeirra lífsævi.
Jamm .. ekki sama Jón og séra Jón ... sumir Jónarnir fá lagasafnið með ankeri í hausinn aðrir "Jónar" fá afsökunarbeiðni fyrir ónæðið ... og sumir jafnvel 64 milljarða afskrifaða og halda öllu sínu.
Takk Móri ! Þú hefur staðið þína plikt eins og alger hálfviti !
Gaf önnur svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Morfeus
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.